Content - Sendingatími og afhending. (Shipping.)

Sendingatími og afhending. 

Við erum svo spenntar fyrir þína hönd að þú sért að fá vöruna þína.

Við gerum því okkar besta til þess að senda vöruna til þín eins hratt og mögulegt er.

Það er okkar markmið að þú fáir vöruna þína samdægurs ef þú gengur frá pöntun fyrir kl 11.00 að morgni eða strax daginn eftir.  Hér að neðan eru mikilvægar upplýsingar fyrir þig varðandi afhendingatíma og sendingakostnað.

Varan þín er geymd í Gorilla Vöruhúsi sem er staðsett í Reykjavík.  Allur sendingakostnaður leggst ofan á vöruna sem greiðist til Gorilla vöruhúss.  DivaProLash rukkar ekki sendingakostnaðinn heldur greiðsit sendingakostnaður til sendingaaðilans í þessu tilfelli Gorilla Vöruhús.

Gorilla Vöruhús
Blikastaðavegur 2-6,
112 Reykjavík
Iceland.

Vinnslutími.

Það tekur um 1 - 2  virka dag að afgreiða vöruna þína.  Við leggjum metnað okkar í að afgreiða vörur alla daga mánudag til föstudags.  Við getum ekki ábyrgst vörusendingar um helgar.

Um leið og varan hefur verið greidd þá færðu staðfestinga tölvupóst með tracking.  

Um leið og varan hefur verið send af stað til þín þá getur það tekið allt að 48 klukkustundir fyrir kerfið að senda staðfestingapóst. 

 Ef þú hefur ekki fengið staðfestingapóst innan tveggja daga endilega athugaðu spam eða junk póstinn þinn.  

Póstgjaldið er ekkii endurgreiðanlegt og við getum ekki tekið ábyrgð ef það tekur lengri tíma vegna sérstakra aðstæðna ef afhendingatími á vörunni þinni dregst aðeins á langinn.

Vinsamlega athugið ef staðsetning eða heimilisfang er ranglega ritað eða einhver ruglingur er á ritun heimilisfang þá getur tekiið auka 2 daga að koma vörunni til skila. 

Vegna þessa viljum við leggja sérstaka áherslu á að staðsetningar og heimilisföng séu tvöfalt atugaðar svo allt skili sér hratt og vel.

Afhending. Flestar vöruafhendingar eru afhentar að dyrum eða í næsta póstbox.  Ef viðtakandi er ekki heima þá höfum við þá reglu að pakkanum er skilað á næsta pósthús næst þér þar sem þú getur þá nálgast hann næsta dag.

Okkar ráðlegging til þín er ef þú vilt að pakkinn þinn komist í hendurnar á þér sem allra fyrst að þú látir einhvern annan á heimilinu taka á móti pakkanum fyrir þig ef þú ert upptekin.

Athugaðu ef þú kaupir vöru fyrir meira en 15000 krónur þá fer sendingakostnaður á okkur. 

Gleðileg vörukaup og hlökkum til að sjá flotta augnháralengingu á þér.

Með kærleika og eftirvæntingu

DivaProLash.

Lash Glam

VSK 147565.

Kennitalan 701222-0160